30. sep. 2008

30. sep. 2008

Breytingar á skráningarreglum .IS-léna

Þar sem ISNIC hefur ákveðið að leyfa skráningu erlendra umboðmanna .IS léna, og til þess að skerpa á kröfum varðandi skráningu erlendra rétthafa, verða eftirfarandi breytingar gerðar á skráningarreglum ISNIC. Breytingarnar hafa áður verið kynntar efnislega á vef og póstlista ISNIC. Þær taka gildi þann 29. október 2008.

Við grein 1.1.3. Rétthafi bætist málsgrein:

  "Erlendur rétthafi er sá sem ekki hefur skráða íslenska kennitölu."
Grein 2.3. Erlendir umsækjendur hljóði svo:
  "2.3.1. Erlendur umsækjandi skal tilgreina íslenskan, eða skráðan
         umboðsmann sem tengilið rétthafa léns."
og við grein 3. Skráning léna bætist við grein 3.8.
  "3.8. ISNIC áskilur sér rétt til að hafna skráningu léns á erlendan
   rétthafa ef skráningarupplýsingar um rétthafann eru augljóslega
   rangar og/eða ófullnægjandi."
og við grein 6. Umskráning léna bætist við grein 6.3.2.
  "6.3.2. ISNIC áskilur sér rétt til að hafna umskráningu léns á
   nýjan erlendan rétthafa ef skráningarupplýsingar um rétthafann
   eru augljóslega rangar og/eða ófullnægjandi."
og við grein 8. Brottfall léna bætist við grein 8.7.
  "8.7. Reynist upplýsingar um erlendan rétthafa léns augljóslega rangar þrátt fyrir
   ítrekaðar tilkynningar þar að lútandi til tengiliðar rétthafa, getur ISNIC lokað
   léni viðkomandi. Hafi lén verið lokað í 60 daga hjá ISNIC er það afskráð og afmáð,
   réttur yfir léni fellur niður og lénið er laust til skráningar á ný.
og að lokum verður grein 1.1.16. Upplýsingar í rétthafaskrá þannig:
  "1.1.16. Rétthafi og tengiliðir bera ábyrgð á að réttar upplýsingar séu skráðar í
   rétthafaskrá ISNIC. ISNIC uppfærir nöfn íslenskra rétthafa og tengiliða samkvæmt
   þjóðskrá og fyrirtækjaskrá daglega. ISNIC áskilur sér rétt til að uppfæra heimilisföng
   hjá íslenskum rétthöfum og tengiliðum til samræmis við þjóðskrá eða fyrirtækjaskrá
   sé þess óskað".
Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin