Það er á allra færi að skrá lén og misskilningur að til þess þurfi tæknimann eða sérstaka kunnáttu. Lestrarkunnáttan nægir. Við skráningu á léni er einfaldast og fljótlegast að greiða með kreditkorti. Sé það gert er lénið skráð í sjálfvirka endurnýjun að ári, nema slíkt sé afþakkað (afhakað).
Greiðslukerfi léna er algerlega rafrænt. Fyrir kemur að lén lokist vegna greiðslufalls, sem orsakast oftast af því að greiðandinn er rangt skráður upphaflega (af þeim sem skráði lénið) eða vegna þess að greiðsluseðillinn hefur týnst í pósti. Sjálfvirk endurnýjun léna hindrar þetta. Þegar kerfi ISNIC lokar léni hættir vefurinn og tölvupósturinn að virka með tilheyrandi óþægindum. Þetta vill ISNIC hindra og mælir því með því að lénið sé skráð í "sjálfvirka endurnýjun". Sjá nánar á Mín síða eftir innskráningu.