Til að fræðast nánar um tilurð Netsins og þróunina fram til þess, sem við í dag köllum "Internetið", má nota leitarorðin ARPANET, USENET, BITNET og til að fá söguna nær okkur má leita að upplýsingum um EUnet og NORDUnet (t.d. sögu netsins á norðurlöndum). Þróun og tilurð Veraldarvefsins fæst svo með því að fletta upp CERN og höfundum Tim Berners-Lee og Robert Caillau.
ISNIC sér um skráningu .is-léna og rekstur nafnaþjóna (DNS) fyrir rótarlénið .IS DNS kerfið í núverandi mynd byggir á staðlinum RFC1033, sem upphaflega var gefinn út í nóvember 1987. Síðan hafa auðvitað orðið breytingar sem lýst er í síðari RFC útgáfum.
ISNIC