27. apr. 2009

27. apr. 2009

Stórbætt rekstaröryggi .IS-rótarlénsins

ISNIC hefur samið við Autonomica AB (Netnod) í Svíþjóð um IP fjölvarpsþjónustu (anycast) við .IS lénið. Autonomica er rekstaraðili eins af rótarþjónum netsins (I-root, á vegum NORDUnet) og hafa þeir komið upp þjónustuvélum á 33 stöðum vítt og breitt um heiminn. Á þessum búnaði er boðið upp á fjölvarpsþjónustu við þjóðarlén og önnur höfuðlén.

ISNIC hefur einnig nýlega undirritað samning við ISC (Internet Systems Consortium) í Kaliforníu um aðgang að þeirra fjölvarpskerfi (SNS@ISC). Þetta kerfi kemur í stað nafnaþjóns ISC í Norður Ameríku sem þjónað hefur .IS um árabil.

Þessar breytingar þýða að uppflettingum í tilvísunarfærslur .is léna er nú svarað út um allan heim á enn hraðari og öruggari hátt en áður. IP fjölvarp virkar í raun þannig að sama IP talan er sett upp á mörgum stöðum, og tengist hver notandi þeirri IP tölu sem er næst (netlega séð) og sækir þangað þjónustu, í þessu tilfelli uppflettingu á tilvísunarfærslum .is léna. Annar mikilvægur kostur við uppsetningu af þessu tagi er að örðugra verður en áður að stöðva svörun .is nafnaþjónanna með dreifðum álagsárásum.

Sjá einnig RFC3258 - Distributing Authoritative Name Servers via Shared Unicast Addresses og einnig upprunalegu skilgreininguna í RFC1546 - Host Anycasting Service

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin