14. apr. 2009

14. apr. 2009

40% fjölgun nýskráninga á I. ársfjórðungi 2009

1859 ný lén voru skráð hjá ISNIC fyrstu þrjá mánuði ársins 2009 móti 1315 lénum á fyrsta ársfjórðungi 2008. Aukningin, rúmlega 40%, kann að koma ýmsum á óvart á þessum tímum.

ISNIC hefur gert nokkrar mikilvægar breytingar undanfarið ár, sem allar miða að því að auðvelda almenningi og fyrirtækjum að skrá .is lén. Mikilvægust þeirra er án efa niðurfelling stofngjaldsins 1. desember sl. sem lækkaði kostnaðinn við stofnun .is léna úr kr. 12.450 í kr. 7.918, sem er árgjald .is-léns. Fjölgunin stendur reyndar ekki undir lækkuninni til skamms tíma, en gerir það ef til lengri tíma er litið.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin