21. júl. 2009

21. júl. 2009

IP netsamband við útlönd 20 ára

21. júlí 1989 var fyrsta beina IP sambandinu komið á á milli Íslands og umheimsins. Á þessum degi, fyrir réttum 20 árum, tengdist SURIS (fyrirrennari Internet á Íslandi hf) beinu IP sambandi frá Tæknigarði í Háskóla Íslands og til NORDUnet í Lyngby í Danmörku.

Þetta samband var útfært sem IP yfir X.25 yfir gervihnött. Á þessum tíma voru engir sæstrengir til Íslands, og eina leiðin til gagnasamskipta við útlönd var að nota X.25 samskiptaaðferðina sem ríkissímafélög þess tíma buðu upp á. X.25 samskiptaaðferðin hentaði afspyrnuilla til að flytja IP umferð og burðargeta þessa sambands mældist milli 300 og 1200 bitar á sek. - í dag mælum við sambönd í milljónum og miljörðum bita á sekúndu.

Fyrir 20 árum opnaði þetta samband þó notendum nýjar víddir í tölvusamskiptum við útlönd. Samband landsins við Internet hafði verið óbeint fram að þessu (með tölvupósti og Usenet) og nú bættust við skjásamskipti (telnet) og beinn skráaflutningur (FTP).

IP/X25 sambandinu var haldið úti í nákvæmlega eitt ár, en þá fékkst loks föst 9600 bita leigulína frá Tæknigarði til Stokkhólms, og Internetvæðing landsins var hafinn fyrir alvöru.

Sjá yfirlit yfir sögu Internet á Íslandi hf. og yfir sögu NORDUnet.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin