Fréttir ➜
9. sep. 2009
➜ 55% aukning hjá .IS
9. sep. 2009
55% aukning hjá .IS
Mikil aukning varð í nýskráningum .is-léna hjá ISNIC í ágústmánuði - þvert á það sem margir höfðu spáð. Þannig voru 523 lén skráð í ágúst í ár móti 337 lénum í ágúst í fyrra, sem þýðir 55% aukningu.
Móti nýskráningunum koma afskráningar léna, sem einnig eru fleiri en í fyrra. Nýskráningar eru þó enn fleiri en afskráningar, og því hefur nettófjöldi .IS-léna haldið áfram að aukast á þessu ári þrátt fyrir allt. Fjölda virkra .is léna má sjá efst til vinstri hér á forsíðu ISNIC. Hann nálgast nú 26.000 lén.
Auk ýmissa breytinga sem gerðar hafa verið hjá ISNIC undanfarið, sem einfaldað hafa skráningu .is léna umtalsvert, skiptir niðurfelling stofngjaldsins mestu. Við hana lækkaði fyrsta árgjald lénsins um 36% eða úr kr. 12.450 í kr. 7.918. Þess má geta að árgjald .is-léna hefur ekki hækkað frá árinu 2000 og engin áform eru uppi um hækkun.