Fjölgun léna, ásamt aukinni skilvirkni hjá ISNIC, hefur hingað til staðið undir kostnaðarhækkunum. Ekki stendur til að hækka árgjaldið og því leitar ISNIC sífellt leiða til að auka skilvirkni enn meir og spara kostnað. Sjálfvirk endurnýjun árgjaldsins minnkar líkurnar á því að lénið lokist vegna vanskila, eða vegna þess að greiðsluseðillinn berst ekki réttum aðila.
Skoðið skráningu lénsins með því að rita nafn þess í Whois-leitargluggann efst til hægri og leiðréttið skráninguna ef þurfa þykir. "NIC-auðkennið" er notendanafn lésins í ISNIC-kerfinu. Smellið á "týnt lykilorð" (efst) og fylgið leiðbeiningunum á skjánum ef lykilorðið er glatað.