30. maí 2002

30. maí 2002

Tilboð í tölustafa og frátekin lén

Tilboð í tölustafa og frátekin lén voru opnuð miðvikudaginn 29. maí 2002 kl. 11:00 í Tæknigarði.

Handhafar hæstu tilboða í viðkomandi lén voru:

  • Núlleinn á Íslandi ehf, kt: 581201-5050, í lénið:
    01.is
  • Sveinbjörn Grétarsson, kt: 250167-3779, í lénið:
    1.is
  • Hallur Ingólfsson, kt: 120969-4639, í lénið:
    13.is
  • Ingimar Róbertsson, kt: 020274-4689, í lénið:
    42.is
  • Sjóklæðagerðin hf, kt: 550667-0299, í lénið:
    66.is
  • 1001 nótt ehf, kt: 490801-2860, í lénið:
    1001.is
  • Vilhjálmur Benediktsson, kt: 030876-3779, í lénið:
    2003.is
  • Haukur K. Bragason, kt: 220469-4769, í lénið:
    mail.is
  • Sigurður Þorsteinsson, kt: 070553-2529, í lénin:
    shop.is og
    who.is
  • Haukur Vagnsson, kt: 100367-3869, í lénin:
    6.is,
    007.is,
    118.is,
    123.is,
    911.is,
    arts.is,
    firm.is,
    ftp.is,
    internet.is,
    irc.is,
    nom.is,
    rec.is,
    telnet.is,
    usenet.is,
    web.is og
    www.is

Handhafar ofangreindra tilboða hafa fjóra (4) virka daga frá dagsetningu birtingar tilboðs þeirra á vef ISNIC til að ganga frá umsókn, greiðslu og vistun á léninu samkvæmt reglum ISNIC, svo unnt sé að skrá lénið.
Falli handhafi frá tilboði með því að ganga ekki frá nauðsynlegum atriðum svo skrá megi lénið er næsthæsta boði tekið með birtingu á léni og handhafa næsthæsta tilboðs á vef ISNIC. Öll tilboð renna út 2. júlí 2002.
Þátttakendur í útboði eru bundnir við boð sín til 2. júlí 2002. Þó ber að athuga að skráning á tilboðs-léni fyrir 2. júlí 2002 ógildir önnur tilboð í lénið.

Öll lén sem voru á uppboði sem enn eru óskráð 2. júlí 2002 verða laus til almennrar umsóknar sama dag.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin