ISNIC-kerfið sendir tengiliðum léna ábendingar og aðvaranir í tölvupósti, og póstleggur tilkynningu um eyðingu léns. Því er nauðsynlegt að upplýsingar lénsins í rétthafaskrá (Whois) séu réttar. Það er á ábyrgð rétthafa lénsins að svo sé.
Innheimta ISNIC hvetur rétthafa léna til nýta sér sjálfvirka endurnýjun, sem finna má á vefsvæði notenda e. innskráningu. Sjálfvirk endurnýjun minnkar líkurnar á lokun lénsins vegna greiðslufalls, og þar með eyðingu þess eftir 60 daga, um leið og þjónustan sparar mikla vinnu við umsýslu og greiðslu reikninga. Notkun greiðslukorta er mjög örugg á vef ISNIC.