Fréttir ➜
11. mar. 2010
➜ ISNIC opnar kennslusal 22. mars
11. mar. 2010
ISNIC opnar kennslusal 22. mars
Internet á Íslandi hf. opnar "ISNIC-skólann" mánudaginn 22. mars n.k. á 17. hæðinni í Höfðaturninum við Höfðatorg í Reykjavík. Með opnun "skólans" (sem er 30 manna kennslusalur með óviðjafnanlegu útsýni) hyggst ISNIC m.a. bjóða eldri borgurum upp á námskeiðið "fyrstu skrefin á Internetinu". Þá verður þjónustuaðilum ISNIC, og öðrum sérfræðingum, boðið upp á sérhæfð námskeið í uppsetningu og rekstri nafnaþjóna svo eitthvað sé nefnt.
Einnig verða haldin svökölluð "MTB-námskeið" (menntun, tækifæri, breytingar) fyrir atvinnuleitendur. Þau verða á vegum sjálfstæðs fyrirlesara í samvinnu við Vinnumálastofnun.
ISNIC-skólinn er öðrum þræði hugsaður sem framlag ISNIC til Internetsamfélagsins, með vöxt og viðgang þess í huga. Námskeiðin, og stundatafla skólans, verða auglýst síðar hér á ISNIC-vefnum.