26. mar. 2010

26. mar. 2010

ISNIC-salurinn fyrir Internetið

Internet á Íslandi hf (ISNIC) hefur ákveðnum samfélagslegum skyldum að gegna í ljósi aðstöðu sinnar, sem sá aðili sem sér um frumskráningu og grunnrekstur íslenska höfulénsins .IS. Þegar ákveðið var að flytja rekstur ISNIC úr Tæknigarði í Höfðaturninn við Borgartún, var jafnframt tekin ákvörðun um að byggja fullkominn kennslusal fyrir Internetið, þar sem m.a. skyldi boðið upp á námskeið sem tengjast netinu.

ISNIC-salurinn var opnaður 22. mars sl. Hann tekur 30 manns í sæti og er þegar vel bókaður. ISNIC mun bjóða almenningi, og eldri borgurum sérstaklega, upp á námskeið í salnum sem lúta að lénaskráningum og internetinu.

Salarleiga: Fullt verð fyrir staka daga í salnum er kr. 25.000 með kaffi. Fyrir hádegi kostar kr. 10.000 og e.h. kr. 15.000. Veittur er 50% aflsláttur, ef nokkrir dagar eru bókaðir í einu. Samtök og einstaklingar fá sérkjör.
Námskeiðið "BTM" (breyting, tækifæri, menntun) sem Jón Bjarni Bjarnason ráðgjafi stendur að í samvinnu við Vinnumálastofnun, fer fram í ISNIC-salnum f.h. daglega. Þar fá atvinnuleitandi góð ráð sem reynst hafa mörgum vel. Þátttakendur í fyrstu námskeiðsvikunni létu mjög vel að aðstöðunni, enda útsýnið óviðjafnanlegt!

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin