25. jan. 2011

25. jan. 2011

Skráningarskírteini .is-léna

Upplýsingar um rétthafa og tengiliði allra .is-léna eru opinberar og koma fram í skráningarskírteini lénsins. Auðvelt er að skoða skírteini .is-léna t.d. með því að rita nafn lénsins (ásamt .is-endingunni) inn í Whois-leitargluggann hægra megin hér fyrir ofan.

Það er afar mikilvægt atriði að auðvelt sé að finna út hver stendur að baki léni og hver ber þannig séð vissa ábyrgð á því efni sem það tengist á Veraldarvefnum, eða á efni sem sent er frá því með tölvupósti. ISNIC leggur mikla áherslu á að upplýsingar í Whois gagnagrunninum séu réttar á hverjum tíma. Þetta ásamt öðru stendur að baki miklum trúverðugleika .is-léna á heimsvísu skv. rannsóknarfyrirtækinu McAffe.

ISNIC hvetur rétthafa léna til að skrá sig inn á ISNIC.is (NIC-auðkennið kemur fram í skírteininu) og skoða liðinn "Mín skráning" á Minni síðu, og íslenska rétthafa sérstaklega til að haka við í reitinn "Heimilisfang uppfærist samkvæmt þjóðskrá" sem er neðst til hægri. Þeir sem gera það fá sérstaka staðfestingu í skráningarskírteini lénsins. Slík staðfesting eykur enn á traust lénsins, en skortur á trausti og trúverðugleika er helsti veikleiki Veraldarvefsins (www.)

 

 

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin