17. okt. 2002

17. okt. 2002

Nýr vefur ISNIC uppsettur

Tengiliðir geta nú skráð sig inn með notandanafni (NIC-Auðkenni er notað sem notandanafn) og lykilorði og breytt upplýsingum um sjálfa sig.

Stjórnunarlegur tengiliður getur breytt upplýsingum um lén sem hann er skráður stjórnunarlegur tengiliðir fyrir; hann getur þó ekki breytt kennitölu léns, nafni rétthafa léns eða nafnaþjónum léns.

Unnt er að prófa uppsetningu nafnaþjóna. Þetta er gert með valkosti "Nafnaþjónar/Prófa uppsetningu" vinstra megin á síðu.

Ýmsar útlitsbreytingar hafa verið gerðar. Allar miða þær að því að auðvelda notendum að nálgast upplýsingar eða framkvæma aðgerðir s.s. kanna uppsetningu á léni eða nafnaþjóni. Hinar ýmsu aðgerðir eru aðgengilegar á vefnum og óþarft að skýra nánar hér.

Eftirfarandi aðgerðir eru væntanlegar: skráning léns um vefinn; skráning nafnaþjóns um vefinn; flutningur á léni (breyta nafnaþjónum) og greiðsla léngjalda um vefinn.

Sendur verður tölvupóstur seinna í dag á alla tengiliði þar sem kemur fram hvernig skuli setja nýtt lykilorð, en þeir sem geta ekki beðið eftir því geta farið í Innskráningu og valið Gleymt Lykilorð og sett lykilorð sjálfir

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin