1. maí 2011

1. maí 2011

Fyrsti maí

Internet á Íslandi (ISNIC) óskar launamönnum til hamingju með daginn og hvetur fólk til að lesa Vinnuna, tímarit ASÍ, sem borið var í hvert hús í tilefni frídags verkamanna.

Hér er textinn við lagið sem við hæfi þykir að syngja í dag. Lagið gengur undir nafninu "internationallinn", stundum stytt í "nallinn".

Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök !
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burtu vér brjótum,
Bræður! Fylkjum liði í dag!
Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum,
að byggja réttlátt þjóðfélag.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin