3. ágú. 2011

3. ágú. 2011

Sjálfvirk endurnýjun léna

ISNIC mælir með því að árgjald léna sé endurnýjað með greiðslukorti í stað þess að fá sendan greiðsluseðil árlega. Sífellt fleiri fyrirtæki og einstaklingar nýta sér sjálfvirka endurnýjun ISNIC, enda minnkar þjónustan líkurnar á því að lén lokist eða tapist vegna þess að gleymst hefur að greiða árgjaldið. Slíkt kemur all oft fyrir - sérstaklega þegar sumarfrí standa hæst.

Um 40% allra .is-léna eru skráð í sjálfvirka endurnýjun, en aðeins lén skráð á íslenska kennitölu eiga kost á að endurnýja .is-lén með greiðsluseðli. ISNIC stefnir að því að hætta útgáfu greiðsluseðla, enda er sú greiðsluleið tímafrekari og kostnaðarsamari fyrir báða aðila samanborið við sjálfvirka endurnýjun með greiðslukorti eða beingreiðslum.

Árgjald .is-léns hjá ISNIC er kr. 6.360 auk vsk. og hefur ekkert hækkað í 11 ár.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin