Þekkt er að stofndagur og ártal léns (þ.e.a.s. aldur þess) skiptir máli varðandi leitarvélar. Þannig eru eldri lén verðmætari en yngri lén - almennt séð. Það kann því að vera ástæða til að skrá lénið fyrir áramót.
Ef þú hefur ekki skráð lén áður þarftu fyrst að skrá þig hér og fá þannig aðgang að lénaskráningu ISNIC. Skráning léns er á allra færi. Biðsvæði er frí þjónusta og sjálfvalið ef þú ert ekki tilbúinn að virkja lénið um leið og það er skráð. Sé greitt með greiðslukorti líða aðeins um 20 mínútur þar til lénið er orðið virkt. Því næst er að koma léninu í hýsingu hjá skráðum þjónustuaðilum ISNIC, sem uppfylla gæðakröfur ISNIC fyrir vistun .is léna, eða áframsenda það á gefna vefslóð, t.d. blog- eða Facebooksíðu.
Notkun léna fyrir tölvupóstfang á eigið lén fer sífellt vaxandi, en gott og traust netfang (Email) er lykilatriði þegar byggja á upp trúverðugleika í netviðskiptum. Ár eftir ár hafa .is lén mælst meðal traustustu og best upp settu léna í heimi eins og sjá má á bls. 13 í nýjustu skýrslu McAfee.