20. apr. 2012

20. apr. 2012

Jákvæð mismunun varðandi séríslenska stafi í lénum

Í verðskrá ISNIC má finna það sem kalla mætti „jákvæða mismunun“ varðandi verðlagningu á svonefndnum IDN-lénum, sem eru lén sem innihalda séríslenska stafi. Árgjald þeirra er það sama og venjulegra léna (lén með enskum lágstöfum) nema ef sá sem skráir IDN-lén á fyrir samsvarandi venjulegt lén, þá er árgjaldið eittþúsund krónur í stað 6.982.- sem er dágóður afsláttur!

Þetta er annars vegar gert til þess að hvetja þá sem eiga lén með enskum lágstöfum, en hafa látið undir höfuð leggjast að skrá að skrá lénið einnig með íslenskum rithætti, að gera það. Hins vegar er þetta gert til þess letja hina, sem ekki eiga lénið með enskum lágstöfum, að skrá samsvarandi IDN-lén og brjóta þannig hugsanlega á betri rétti þriðja aðila til lénsins. Fjölmörg tilvik eru hins vegar til þar sem margir eiga jafnan rétt til lénaheitisins. Þá gildir gullna reglan: fyrstur kemur fyrstur fær.

Margir sem skrá IDN-lén nota áframsendingu ISNIC til þess að vísa þeim sjálfvirkt yfir á venjulega lénið, en sú þjónusta er innifalin í árgjaldi léna.

/jpj

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin