2. okt. 2012

Skipt um rétthafa á léni (t.d. eftir gjaldþrot)

Athugið að aðeins svokallaður „tengiliður rétthafa“ getur skipt um rétthafa og greiðanda á léni, og til þess þarf hann að skrá sig inn á vef ISNIC.

Innskráningunni í vefþjónustu ISNIC var nýlega breytt þannig að nú nægir að skrifa nafn lénsins inn í leitargluggann á miðri forsíðunni til að finna nauðsynlegar upplýsingar. Fæstir notendur hjá ISNIC muna lykilorðið, enda nægir að smella á hlekkinn „týnt lykilorð“ við netfangið  sem tilheyrir viðkomandi. Sé netfangið rangt þarf hins vegar að fylla út eyðublaðið breyting á netfangi tengiliðs.

Í umrótinu undanfarið hafa margir lögaðilar orðið gjaldþrota, eða hætt starfsemi. Lén sem skráð eru á gjaldþrota eða horfna lögaðila geta lent í uppnámi og verið eytt vegna rangrar skráningar, en lén felur oft í sér verðmæt og eftirsótt réttindi. Skiptastjórar þrotabúa og nýir eigendur eru hvattir til þess að skoða skráningu lénsins hjá ISNIC og eftir atvikum lagfæra hana.

Geti skráður tengiliður ekki breytt skráningu lénsins, eða skipt um tengilið sjálfur, verður rétthafinn (bústjórinn) að fylla út beiðni um breytingu á tengilið léns og senda hana til ISNIC.

Error
Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.

Skilaboð móttekin

Veftré
Fara upp