29. okt. 2012

29. okt. 2012

Staðfesting breytinga vill gleymast

Nokkuð er um að notendur gleymi að staðfesta breytingar sem þeir hafa gert á skráningu léns eða eigin skráningu (t.d. á netfangi sínu) í ISNIC-kerfinu, og verður þá ekkert úr umbeðinni breytingu. Sumar breytingar sem notendur geta gert í ISNIC-kerfinu krefjast þess að viðkomandi, eða tengiliður rétthafa smelli á staðfestingarslóð sem berst frá ISNIC hostmaster. Þetta á t.d. við þegar skipt er um rétthafa á léni (lén umskráð á aðra kennitölu).

Önnur og mun algengari breyting, sem einnig þarf að ljúka með því að smella á staðfestingarslóð, er þegar notandi setur inn nýtt netfang á sínu svæði hjá ISNIC. Í þeim tilvikum sendir ISNIC staðfestingarslóðina á nýja netfangið (emilið). Ef ekki er smellt á hlekkinn (þ.e. síðan opnuð breytingin staðfest innan þriggja daga) rennur hún út eins rjómi og þarf þá að endurtaka breytinguna og fá nýja staðfestingarslóð senda.

Öryggisins vegna tekur ISNIC ekki á móti beiðnum um breytingar nema þær séu undirritaðar og vottaðar af tveimur aðilum, en þetta á aðeins við um breytingar sem notendur geta ekki framkvæmt sjálfir. Innskráning ISNIC var nýlega einfölduð þannig að nú nægir að skrifa nafn lénsins í leitargluggann á forsíðunni.