Fréttir ➜
14. nóv. 2012
➜ Tímaþjónn (timeserver) ISNIC
14. nóv. 2012
Tímaþjónn (timeserver) ISNIC
Internet á Íslandi (ISNIC) hefur sett upp nýjan og fullkominn NTP tímaþjón, opinn öllum þeim sem tengdir eru innlendum netum endurgjaldslaust. Rekstraraðilar NTP klukkuþjóna geta nú sett tímaþjón ISNIC (time0.ntp.is) sem upprunaklukku og fengið þannig beinan aðgang að "stratum" 1 tíma.
Tímaþjónn ISNIC sækir tímann úr GPS kerfinu, og frá öðrum nákvæmum klukkum á netinu, um nýtt GPS loftnet ISNIC, sem er staðsett uppi á þaki á turninum við Katrínartún 2 (áður Höfðatún) þar sem ISNIC er til húsa. ISNIC rekur einnig tímaþjón í pool.ntp.org verkefninu, sem nýtist þeim sem setja t.d. upp Linux og FreeBSD stýrikerfi. IPv6 notendum er bent á að nota 2.is.pool.ntp.org til að tengjast örugglega innlendum IPv6 tímaþjóni.
Tímaþjónn ISNIC er framlag Internets á Íslandi hf. til styrkingar á innviðum íslenskra netkerfa. Aðgangur að réttum og öruggum miðlægum tímaþjóni skiptir fjölmargar þjónustur á netinu miklu máli. Sjá má klukkuna á vefslóðinni:
https://www.isnic.is/is/ntp
Björn Róbertsson kerfisstjóri ISNIC hefur haft veg og vanda af uppsetningu tímaþjóns ISNIC.