18. nóv. 2012

18. nóv. 2012

25 ára skráningarafmæli punktur IS

Í dag, 18. nóvember eru nákvæmlega 25 ár frá því IANA úthlutaði höfuðléninu .is til Internets á Íslandi hf. (ISNIC), eða öllu heldur forrennara þess, Samtökum um upplýsinga- og rannsóknanet á Íslandi (SURIS), en skráningarskírteini höfuðlénsins má sjá hér.

ISNIC hefur þegar fært innlenda netsamfélaginu tvær gjafir á afmælisárinu; Nýja og fullkomna tölvuklukku (https://www.isnic.is/is/ntp) sem allar innlendar tölvur og nettengd tæki geta tengst, og svo hefur félagið stækkað burðargetu internets-tengipunktins „Rix.is“ úr 1 Gb í 10Gb, en stækkunin er m.a. nauðsynleg forsenda fyrir almennri útbreiðslu sjónvarps á innlenda netinu. Eitt fyrirtæki, Símafélagið ehf., hefur þegar tengst Rix.is á 10 Gb.

Þriðja afmælisgjöf ISNIC til netsamfélagsins verður ritun sögu internetsins á Íslandi, sem áætlað er að komi út í bókarformi snemma ársins 2014, svona um það leyti sem .is lénin verða orðin 50.000 að tölu, en þau eru nú rúm 40.000. Þeir sem eiga í fórum sínum efni frá upphafsárum netsins á Íslandi eru góðfúslega beðnir um að hafa ISNIC í huga. Söguna ritar Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin