12. feb. 2013

12. feb. 2013

Tvö fyrirtæki með 10Gb RIX samband

Internet á Íslandi fagnar því að Símafélagið og Advania (áður Skýrr) hafa nú virkjað 10GB tengingar við RIX (Reykjavik Internet Exchange).

Með 10GB netsambandi getur internetþjónustuaðili flutt margfallt meira gagnamagn en áður um samtengipunktinn, og segja má að 10GB samband sé nauðsynleg forsenda fyrir enn fullkomnari dreifingu á margmiðlunarefni (t.d. sjónvarpi) sem þarfnast hágæða eins og HD myndefni gerir.

Möguleikinn á 10GB sambandi við RIX hefur staðið þjónustuaðilum til boða í tæpt ár og „RIX-inum“, eins og hann kallast í daglegu tali, má tengjast hvort heldur sem er í Dunhaga og/eða á Höfðatorgi. Hægt er að skoða tengda aðila og gagnamagn sem flæðir um RIX tengipunktana á www.rix.is.

Internet á Íslandi hf. rekur miðlæga nettengipunktinn RIX án hagnaðarmarkmiðs íslensku netsamfélagi til framdráttar. RIX er félagi í samtökum evrópskra nettengipunkta, EURO-IX.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin