22. apr. 2013

22. apr. 2013

Íslenskir stafir í .is-lénum

Lén á borð við „taeki.is“ og „vidraedur.is“ koma illa út í auglýsingum og kynningarefni. M.a. þess vegna hvetur ISNIC rétthafa slíkra léna til að skrá samsvarandi lén með séríslenskum stöfum. Íslensku lénin eru bæði fallegri og læsilegri en lén án íslenskra stafa. Lén án íslenskra stafa geta beinlínis framkallað öfugmæli sbr. t.d. lénið „suzukibilar.is“, sem auðvitað er einnig skráð sem suzukibílar.is (með broddstaf). Annað þekkt og fallegt lén, sem skráð er með séríslenskum staf er lénið Alþingi.is, en stofnlén þess, althingi.is, var skráð 1991 og er í hópi elstu .is-lénanna.

Lén með séríslenskum stöfum köllum við „IDN-lén“ (e. Internationalised Domain Names) til aðgreiningar frá venjulegum lénum, sem innihalda enska lágstafi. Oft er IDN-lén látið vísa sjálfkrafa inn á samsvarandi venjulegt lén með því að nota áframsendingu veffangs (e. web forwarding) en sú þjónusta er innifalin í árgjaldinu. Sé IDN-lén skráð á sömu kennitölu og samsvarandi venjulegt lén er árgjald þess aðeins kr. 1.000 m. vsk.

Lén með séríslenskum stöfum (IDN-lén) má nota án vandræða undir vefi, og mörg tölvupóstkerfi og aðrar þjónustur styðja nú orðið notkun IDN-léna.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin