Skrifstofa ISNIC er lokuð í dag, frídag verslunarmanna. Þú getur skráð nýtt lén, eða unnið með lénin þín hér á vef ISNIC eins og venjulega. Ef þú mannst ekki notendanafnið þitt (NIC-auðkennið) skrifaðu þá nafn lénsins (eða hugmynd að nýju léni) inn í stóra leitargluggann hér á forsíðu ISNIC og haltu áfram þaðan. Það er leikur einn að skrá lén.
Skrifstofa ISNIC opnar á slaginu níu á þriðjudagsmorgun.
ISNIC-liðið.
-------------------------------
Efst til vinstri á vefnum sést virkur fjöldi .is-léna á hverjum tíma. Hann er nú 49.705 lén. Þar af eru um 37.000 (74%) skráð á Íslandi, 4.259 í USA (9%), 1.337 í Þýskalandi (4%) 1.134 í Bretlandi (3%) og 930 í Noregi (2%). Lén með .is endingu finnast í yfir 50 löndum í heiminum. Til eru sérstakir lénakaupmenn sem sérhæfa sig í skráningu, kaupum og sölu léna. Einnig eru til lénasafnarar, sem svipar til frímerkjasafnara! Dæmi eru um .is lén sem seld hafa verið fyrir háar fjárhæðir.
Þótt sumum kunni að finnast 50.000 lén mikill fjöldi, er .is-svæðið á netinu næstum „ósnortið land“, miðað við önnur þekkt höfuðlén. Þar af leiðandi er mikið laust af stuttum og liprum lénaheitum undir .is. Prófaðu með því að skrifa þína hugmynd að léni inn í leitargluggann!