12. ágú. 2014

12. ágú. 2014

Einkanetfang fyrir einkatölvupóst

Persónuvernd hvetur almenning til þess að nota „Einkanetfang fyrir einkatölvupóst“ eins og segir í auglýsingu á vef stofnunarinnar. Þetta er góð ábending því ástæðulaust er fyrir fólk að nota lén (tölvupóst) vinnuveitandans, skólans, stofnunarinnar eða samfélagsmiðils s.s. Facebook, fyrir einkapóst. Einkapóstur verður fyrst alvörueinkapóstur ef hann kemur frá eigin léni, þ.e.a.s. léni sem skráð er á sendandann. ISNIC mælir með því að hver og einn komi sér upp einkanetfangi (email) á eigin léni. Þannig má auka öryggi netviðskipta og aðeins þannig er maður sinn eigin herra á hinu víðfeðma og varasama Interneti.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin