11. des. 2014

11. des. 2014

Verðlækkun

Stjórn Internets á Íslandi hf. (INTÍS) samþykkti á fundi sínum í síðdegis í dag (11. des.) 14,35% lækkun á árgjaldi .is-léns. Gjaldið lækkar um kr. 1.002 og verður nýtt árgjald kr. 5.980 m/vsk. og tók lækkunin gildi um kl. 17 í dag.

Árgjald léns lækkaði síðast 11. des. 2011, á 25 ára afmæli lénsins „hi.is“ - elsta skráða .is-lénsins. Góð fjölgun léna sl. þrjú ár, samfara mikilli tæknilegri framþróun og góðri afkomu félagsins, gerir Internet á Íslandi hf. kleift að lækka verð til viðskiptamanna sinna.

Rúmlega 51.000 .is-lén eru virk sem stendur og hefur þeim fjölgað um hartnær 15.000 frá því árgjaldið var lækkað síðast, sem var 11. desember 2011. Þá var gjaldið einnig lækkað um kr. 1.000 eins og nú. Þar áður lækkaði árgjald .is-léna 1. desember 2008 er stofngjald léns, kr. 4.532, var fellt niður. Lækkunin þýddi 35% lækkun fyrsta árgjalds. Árgjaldið 2008 var kr. 7.918.

Árgjald léns lækkaði í fyrsta sinn í sögu félagsins (sem stofnað var í maí 1995) þann 1. janúar 1999. Lækkunin var 10%. og var árgjaldið þá, sem reyndar var greitt mánaðarlega, kr. 14.683 m. 24% vsk. á verðlagi þess árs. Ef gjaldð hefði hækkað eins og almennt verðlag, þá væri árgjald léns í dag kr. 33.450 í stað kr. 5.980. Raunlækkun árgjaldsins er því 82% (vísitala neysluverðs var 184,8 í janúar 1999 en 421,0 í nóv. sl.).

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin