Undir liðnum „Lén“ hér til hliðar er að finna hlekkinn „Tölulegar upplýsingar“. Þar má sjá fjölda nýskráðra og afskráðra léna, skífurit sem sýnir markaðshlutdeild hýsingaraðila og hversu mörg .is-lén þeir hýsa hver um sig, skiptingu rétthafa eftir bæjum innanlands og milli landa, ásamt mörgu öðru nytsamlegu stöffi.
50.786 .is-lén voru skráð í árslok, þar af 38.211 á Íslandi, 4.388 í Bandaríkjunum, 1.420 í Þýskalandi, 1.200 á Bretlandseyjum, 989 í Noregi, 606 í Svíþjóð, 550 í Danmörku, 409 í Hollandi, 388 í Sviss og 382 í Kanada. Um 26% .is-léna eru skráð í samtals 128 löndum utan Íslands.
Sé rýnt í tölurnar kemur í ljós að 9.733 lén voru nýskráð á árinu 2014 og 5.365 lénum var eytt. Nettófjölgun léna var því 4.417 lén, eða 9,5%, móti um 12% fjölgun árið 2013. Meðalaldur innlendra einstaklinga sem eiga lén er 44 ár og meðaljóninn er átta stafa langt og fimm ára gamalt lén.
Langstærsti hýsingaraðili .is-léna er 1984 ehf. sem er með um 15,2% hlutdeild, næst kemur Síminn með 4%, þá Vodafone og Nethönnun sem hvor um sig eru með um 2,35% hlutdeild í hýsingu á höfuðléninu .is. Nánari upplýsignar um vöxt og viðgang ".IS" má finna undir liðnum Tölulegar upplýsingar, sem uppfærður er daglega.