4. feb. 2016

4. feb. 2016

Þjófnaður lykilorða hjá Word Press o.fl.

Til athugunar: ISNIC varar viðskiptamenn sína við að nota sama lykilorð fyrir aðgang sinn að þjónustuvef ISNIC og þeir kunna að nota hjá ýmsum þjónustum á netinu, t.d. Word Press, eða öðrum vefþjónustum svipaðs eðlis.

Í vikunni komst þjófur yfir lykilorð úr gagnagrunni Word Press, sem einnig voru notuð til innskráningar hjá ISNIC. Fyrir árvekni eins rétthafans, sem í hlut átti og starfsmanna ISNIC, tókst að bakfæra breytingar sem þjófurinn gerði á skráningu nokkurra léna, sem hefði á endanum leitt til stuldar og endursölu þeirra. Lén eru oft afar verðmæt og því er ástæða til að vanda sig við skráningu þeirra og umsýslu. Í sumum tilfellum kann að vera best að fela faglegum þjónustuaðila að sjá um lénaumsýsluna, t.d. hjá stærri fyrirtækjum og stofnunum. Sjá t.d. lista yfir skráða þjónustuaðila hjá ISNIC undir liðnum Lén/Þjónustuaðilar.

Athugið að bæði svonefndur tengiliður rétthafa og rétthafinn sjálfur (NIC-auðkenni rétthafans, ef það hefur netfang) geta umskráð lén yfir á nýjan eiganda og hitt að ISNIC skiptir aldrei um rétthafa á léni, né gerir aðrar breytingar á skráningu léns.

 

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin