14. okt. 2016

Lén í allt að fimm ár!

Vegna fjölda áskorana í gegnum árin hefur ISNIC nú loks gert viðskiptamönnum kleift að endurnýja lén til nokkurra ára í senn!

Áfram verður þó aðeins hægt að skrá nýtt lén til eins árs, eins og verið hefur, en þegar nýskráningunni er lokið (og lénið komið í lénalista viðkomandi) getur hann valið að framlengja gildistíma þess um allt að fjögur ár í viðbót og þannig tryggt sér nýja lénið til fimm ára.

Með þessu móti gefst nýjum rétthafa mikilvægur umþóttunartími – áður en hann ákveður að skrá og greiða fyrir nýtt lén til allt að fimm ára. Athugið sérstaklega að fyrirframgreidd árgjöld léna fást ekki endurgreidd.

Til samræmis við ofangreinda breytingu leggjum við til að 19. gr. skráningarreglna ISNIC verð breytt þannig að hún hljóði svo: „Afnot af léni miðast að meginreglu við a.m.k eitt ár í senn. Eindagi árgjalds er afmælisdagur léns. Skráningu léns skal fylgja greiðsla.“

Error
Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.

Skilaboð móttekin

Veftré
Fara upp