7. sep. 2017

Nordic Registry Meeting 2017

Árlegur fundur lénaskráningafyrirtækja Norðurlandanna, Nordic Registry Meeting, verður að þessu sinni haldinn hjá ISNIC og fer fram dagana 7. og 8. september. Um 25 manns sækja fundinn f.h. höfuðlénanna 6 sem eru: .fi (Finnland) .se (Svíþjóð) .dk (Danmörk) .fo (Færeyjar) .no (Noregur) og .is (Ísland). Fundur þessi var síðast haldinn á Íslandi árið 2011, hann hefur tvisvar sinnum verið haldin í Færeyjum og einu sinni á Svalbarða! Á honum stilla starfsmenn og stjórnendur saman strengi sína og skiptast á upplýsingum um hvernig best verði staðið að rekstri landshöfuðléns og umsýslu lénaskráninga. Sérlegur gestur fundarins kemur frá Kanada (.ca). 

Error
Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.

Skilaboð móttekin

Veftré
Fara upp