4. apr. 2018

4. apr. 2018

Eyðingarfrestur léna nú 30 dagar í stað 60 áður.

Áður auglýst stytting eyðingarfrests (e. grace-period) .is-léna, úr 60 dögum í 30 daga, og afnám frídagareglunnar svokölluðutók gildi í dag, 4. apríl.

Mikilvæg lén ætti undantekningarlaust að setja í svokallaða „sjálfvirka endurnýjum“ á greiðslukorti. Þjónustuaðilum ISNIC er bent á að nýta sér fyrirframgreiðslukerfið (ISNIC-PP).

Breytingarnar eru helst þessar:

1) Reikningar eru nú gefnir út 30 dögum fyrir afmælisdag léns í stað 45 daga áður. Eindagi er alltaf afmælisdagur lénsins, og ekki er tekið tillit til frídaga.

2) Lén sem ekki hefur verið endurnýjað lokast sjálfkrafa kl. 13:00 daginn eftir afmælisdaginn (skráningardags. léns). Ekki er (lengur) tekið tillit til frídaga og þetta gerist sjálfvirkt.

3) Sé lén lokað í 30 daga samfleytt vegna greiðslufalls er því eytt sjálfkrafa á 31. degi. Ekki er tekið tillit til frídaga. Lén sem er lokað vegna tæknilegra vandamála er flutt sjálfvirkt á biðsvæði ISNIC eftir 29 daga í stað 59 áður.

Eins og fram kemur í fyrri tilkynningu er ástæða breytinganna einkum tvíþætt:

a. Afnám frídagareglunnar gerir ISNIC kleift að auka sjálfvirkni, sem er lykilforsenda þess að halda árgjaldi léna óbreyttu áfram.

b. Stytting eyðingarfrestsins úr 60 dögum í 30 daga ætti að hafa samsvarandi jákvæð áhrif á fjölda nýskráninga í mánuði. Lénakaupmenn og aðrir áhugasamir viðskiptamenn hafa lengi bent á allt of langan eyðigarfrest, sem fram að þessu hefur verið um tvöfallt lengri en þekkist hjá flestum (ef ekki öllum) öðrum höfuðlénum.

ISNIC

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin