14. des. 2010

14. des. 2010

Framkoma á netinu

Mikið er rætt um framkomu á netinu og margir foreldrar hafa heyrt af málum eins og að skilmálar samskiptavefa banni notkun þeirra fyrir börn undir 13 ára aldri. ISNIC minnir á vefi eins og SAFT sem innihalda  leiðbeiningar um net-notkun barna og aðgengi að netinu, sér í lagi í heimatölvum.

Ekki eru það bara börnin sem verða fyrir aðkasti á netinu og öllum mikilvægt að vafra um netið á ábyrgan hátt og því gildir að muna að það sem þú gerir og segir á netinu getur verið skráð í fjölmörgum vefþjónum út um allann heim og oft eru gögn sem sett eru fram í mesta sakleysi notuð af aðilum sem ekki hafa rétt til þess. Einnig þarf að lesa skilmála þar sem þú skilur eftir þig gögn, því þeir gefa oft þeirri veitu ótakmarkaðan rétt til að nota gögnin – fá loforð eru gefin um að gera það ekki. Slóð þín á netinu er því eins og fingrafar, notkun vafra er eins og stimpill um þig – og margir vefir geta notað þitt fingrafar, oft í saklausum tilgangi og til þæginda, stundum til að birta þér auglýsingar sem henta þér betur en stundum í neikvæðum og óæskilegum tilgangi.

Fólk sem notar vefinn ætti einnig að kynna sér góð og gömul skrif um stafræna hegðun, svokallaða Netiquette bók eftir Virgina Shea. Þótt ekki sé fjallað um það allra nýjasta, gilda reglur um framkomu og framsetningu yfir það sem fólk gerir á netinu í dag.

Áður fyrr notuðu menn  ógagnvirka vefi, spjallborð (t.d. news) og tölvupóst. Í dag nota menn þennan og hinn samskiptavefinn, fólk skilur eftir myndir og myndbönd hér og þar og getur spjallað við fólk yfir vef/vafra, smáskilaboðakerfi (IM), beint yfir samskiptavefi, með símtölum (t.d. Skype og líkum hugbúnaði), IRC virkar ennþá og sumir spjalla beint gegnum tölvuleikina sína. Flestir einstaklingar og fyrirtæki nota þó ennþá mest vef og tölvupóst. Við viljum því leggja ríka áherslu á að fólk vandi sig og geri sitt til að fræða eða fræðast um notkun þessara hluta til að forða sér og öðrum frá allskonar vandamálum sem mis-notkun þeirra getur skapað.

Við sjáum því miður oft tölvuskeyti með óæskilegt innihald – allt frá spam pósti og vírusum, í persónuleg svör þar sem fólk missir stjórn á sköpunargáfu sinni og sendi flottu tölvupóstana með risastórum myndum í stafrænni undirskrift. Þessi mál get því undið upp á sig, þar sem e-h hefði getað tekið stuttan tíma og verið skýrt, er umvafið málaflutning eða gagnamagni sem engin þörf var á. Sama kemur fyrir þegar samskiptavefir eru notaðir af aðilum sem verkfæri til að fremja heimskupör eða verra, fólk á það til að missa stjórn á sér.

Sérstaklega áhugavert er að lesa ofangreint rit – og leggja á minnið að þú sérð ekki hinn aðilann og átt það til að lesa ranglega í textann – og hinn aðilinn upplifir alveg það sama – því ber að gæta þess að innihaldið sem skrifað er sé skýrt og jafnvel hnitmiðað og að forðast langlokur.

Annars er okkar ósk að notendur internetsins getið notið þess með okkur og átt þar góðar stundir.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin