12. nóv. 2019

12. nóv. 2019

Breyting á reglum Úrskurðarnefndar ISNIC

ISNIC sendir í dag út tillögu á póstlista ISNIC um breytingu á reglum Úrskurðarnefndarinnar. Markmiðið er að geta boðið upp á einfaldari, hraðvirkari og ódýrari málsmeðferð þar sem nægir að einn nefndarmaður yfirfari mál og felli úrskurð. Sé tilefni til má þó fjölga nefndarmönnum í þrjá. Aðrar breytingar eru smávægilegar viðbætur eða leiðréttingar.

Eftir breytinguna hljóði 32. grein svo:

„ISNIC skipar formann nefndarinnar til tveggja ára í senn og skal hann uppfylla hæfisskilyrði héraðsdómara. Formaður úrskurðar einn í málum nema hann telji eðli tiltekins máls og aðstæður að öðru leyti gefa sérstakt tilefni til að úrskurðarnefnd verði skipuð þremur nefndarmönnum við meðferð þess. Skal ISNIC þá skipa tvo nefndarmenn til viðbótar og skal annar þeirra hafa faglega kunnáttu á sviði samkeppnis- og vörumerkjamála og hinn á málefnasviði internetsins og tækni. Ritari nefndarinnar skal vera starfsmaður ISNIC. Ritari hefur ekki tillögurétt né heldur rétt til að hafa áhrif á störf nefndarinnar.“

Rökin fyrir breytingunni er ætluð fjölgun mála hjá Úrskurðarnefnd vegna svonefndra óheiðarlegra lénaskráninga (e. abusive domain registration). ISNIC þykir að nægilegt sé að einn lögmaður úrskurði, almennt séð, og að sá hinn sami uppfylli hæfi héraðsdómara í stað þess að nefndin skuli ávallt skipuð þremur mönnum. Breytingin er í samræmi við hvernig þessu er háttað hjá sambærilegum fyrirtækjum í löndunum í kring s.s. hjá Nominet Ltd. sem stýrir .uk og co.uk.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin