Margoft hefur orðalagi tilkynninganna verið breytt, t.d. „gjörið svo vel“ breytt í „vinsamlega“, en eftir stendur orðið „lokatilkynning“ á aðvörun sem send er (og senda skal) rétthafa áður en lén er gert óvirkt í DNS (léni lokað). Orðið „lokaaðvörun“ virtist einnig mjög pirrandi. Lesendur og viðskiptamenn mega gjarnan senda okkur ábendingu um betri orð eða orðasamband sem nota mætti í staðin fyrir orð eins og „lokaaðvörun“, „lokatilkynning“ eða „lokaviðvörun“.
Fátt ef nokkuð er þó meira pirrandi, en þegar lén lokast óforvandis og tölvupósturinn hættir að virka og vefurinn hverfur af öldum internetsins. Þá fyrst fáum við að heyra það og oftar en ekki eitthvað á þessa leið: „Af hverju í andsk. létuð þið mig ekki vita áður!“