ISNIC bendir á að lénakaupmenn eru fljótir að nýskrá snjöll og þekkt lén, með von um skammtímagróða, en slíkt er hvorki ólöglegt né óeðlilegt þar sem lifandi markaður er með lén hverju sinni – hérlendis sem erlendis.
Forráðamönnum og bústjórum þrotabúa er bennt á að ástæða kann að vera til að endurnýja lén þekktra fyrirtækja, sem eiga í erfiðleikum, einkum ef vilji stendur til þess að endurreisa þau. Mjög erfitt og kostnaðarsamt getur reynst að vinna tapað lén til sín á ný.