Svo skemmtilega vill til að lénafjöldinn náði þessum áfanga um svipað leyti og Internetið á Íslandi telst eiga tuttugu ára afmæli. Frumkvöðlarnir sem unnu að því að koma Internetinu á laggirnar hér á landi á sínum tíma, þ.á.m. Maríus Ólafsson netstjóri Internets á Íslandi hf (INTÍS) eru sammála um að þetta hafi verið seint um haustið 1987. Þá voru fyrstu "pakkarnir" (tölvupóstur) sendir milli tölva hér á landi og yfir hafið með því fyrirbæri sem síðar fékk nafnið "Internetið". Fyrirtækið hefur í tilefni þessara tímamóta ákveðið að ráða sagnfræðing til þess að skrifa sögu Internetsins á Íslandi.
Starfsfólk Internets á Íslandi hf. óskar landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar og þakkar samskiptin á árinu sem er að líða. Skrifstofa INTÍS er opin milli jóla og nýárs eins og venjulega.