12. ágú. 2021

Skrifstofa ISNIC lokuð föstudaginn þrettánda.

Afgreiðsla ISNIC (sími og skrifstofa) verður lokuð föstudaginn 13. ágúst vegna hjátrúar og sumarleyfa starfsmanna (lengd helgi). Þetta þýðir að millifærslur fyrir stofn- eða árgjaldi léna, sem kunna að berast á föstudag, verða bókaðar á mánudag.

Lén sem rennur sitt skeið nálægt eða á helgidegi, ætti ávallt að endurnýja tímanlega til að koma í veg fyrir lokun þess. Lén lokast sjálfkrafa strax daginn eftir eindaga (e. expire date) þess.

Sumarkveðja, starfsfólk ISNIC.

Veftré
Fara upp