19. ágú. 2021

19. ágú. 2021

Tvígreiðslur mögulegar í vissum tilvikum

Í ljós hefur komið að við ákveðnar kringumstæður er mögulegt að tvígreiða lén án þess að gildistími þess framlengdist. Þetta uppgötvaðist meðal annars vegna árvekni viðskiptavinar og við erum viðkomandi mjög þakklát. Sem betur fer eru þetta mjög fá tilfelli.

Til að lenda í þessu þarf viðkomandi að hafa greitt greiðsluseðil frá ISNIC og svo að endurnýja sama lénið strax (innan nokkurra mínútna) handvirkt með korti á vef ISNIC – eða öfugt.

ISNIC mun nú ganga úr skugga um að þau árgjöld sem voru tvígreidd með þessum hætti verði endurgreidd, eða gildistími lénsins framlengdur um ár.

Greiðslukerfi ISNIC hefur stækkað gríðarlega undanfarin ár fimm ár eða svo, einkum til þess að mæta óskum viðskiptamanna. Þannig eru nú átta mismunandi greiðsluleiðir virkar og hefur þeim fjölgað um 6 frá því að byrjað var að taka við greiðslukortum árið 2007.

19. ágúst 2021
Jens P. Jensen,
framkvæmdastjóri.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin