5. jan. 2022

5. jan. 2022

Akita ehf. tekur við teljara.is og svarbox.is

Nýstofnað félag, Akita ehf. hefur keypt lénin 'teljari.is' og 'svarbox.is' af Interneti á Íslandi hf og um leið tekið á sig fulla ábyrgð á notkun þeirra. Akita kaupir aðeins lénin (og viðskiptavildina sem þeim fylgir) en engan hugbúnað eða gögn um viðskiptavini, heldur verður þeim eytt til samræmis við upplýsingastefnu ISNIC.

Í tilkynningu Akita ehf. til seljanda segir m.a.: „Akita ehf er nýr rekstraraðili Teljari.is og Svarbox.is,. Akita ehf mun kappkosta við að veita sömu góðu þjónustuna og forverinn, Modernus, gerði um árabil. Akita mun á komandi misserum kynna nýjar þjónustuleiðir fyrir fyrirtæki, einyrkja og stofnanir.“

Netföngin eru óbreytt: teljari@teljari.is og svarbox@svarbox.is. Akita ehf. er Internet á Íslandi hf. óviðkomandi, en við mælum með því að fyrrum viðskiptamenn okkar kynni sér nýja hugbúnaðinn og þjónustuna. Starfsmenn og stjórn ISNIC óska Akita ehf. velfarnaðar. Það er gaman til þess að vita að ungir og kraftmiklir menn skuli hafa séð viðskiptatækifæri í þessum gömlu og góðu lénum.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin