Atburðaskrá ➜
7. mar. 2022
➜ Varaaflgjafi bilar í Katrínartúni
7. mar. 2022
Varaaflgjafi bilar í Katrínartúni
Við vinnu við uppsetningu á nýjum varaaflgjafa voru allir varaalfgjafar teknir af bæjarrafmagni og einn af fjórum varaaflgjöfum bilaði.
Kom í ljós að beinir var vitlaust tengdur og fór niður með varaaflgjafanum þetta tók út allan kerfissal ISNIC í Katrínartúni í 20 mínútur.
Ástandið varði frá um kl 9:20 til 9:40, þegar beinirinn var endurræstur.
Þetta hafði áhrif á sumar þjónustur ISNIC, en ennþá er verið að rannsaka nákvæmlega hvaða þjónustur urðu fyrir truflunum.
Tafðist útgáfa á nýjum upplýsingum í .is um 20 mín. vegna þessa.
.is lén hættu aldrei að svara á meðan þessu stóð, enda eru nafnaþjónar .is tugir talsins og staðsettir víða um heiminn.
Breytt 12:56, rétt tímabil fyrir niðritímann uppfært og frekari upplýsingar gefnar