22. mar. 2022

22. mar. 2022

Villur í áframsendingarþjónustu

Í gær var einn þeirra netþjóna sem sér um áframsendingarumhverfi ISNIC tekinn úr notkun.

Um kvöldið kom í ljós að lén í áframsendingarþjónustu voru í einhverjum tilfellum að skila röngum niðurstöðum. Kerfið var enn að skila svörum sem innihéldu IP tölu gamla þjónsins.

Leiðbeiningum fyrir þessa vinnu var fylgt, en í ljós kom að skrifta sem á að endurhlaða öllum lénum í hýsingu á áframsendingarþjónustunni virkaði ekki sem skyldi. Um leið og þetta lá fyrir var öllum lénum í áframsendingu handvirkt endurhlaðið og gengið úr skugga um að svörin væru rétt.

Nafnaþjónar fyrir höfuðlénið .is urðu ekki fyrir neinum áhrifum af þessu, og einungis notendur með lén í áframsendingarþjónustu ISNIC lentu í vandræðum. Áframsendingarþjónustan er hugsuð sem einföld þjónusta fyrir þá sem þurfa t.d. bara að áframsenda lénið yfir á facebook síðuna sína. ISNIC mælir með að þeir sem eru með meiri uppitímakröfur kaupi hýsingu fyrir sínar þjónustur annarsstaðar.

Í framhaldi af þessu munum við laga skriftuna sem var biluð. Ennfremur munum við bæta eftirlit til að sjá til þess að svona mál komi í ljós fyrr.