11. ágú. 2022

11. ágú. 2022

Lén í áskrift - án reiknings

ISNIC er að velta fyrir sér að gera mikla breytingu á innheimtumálum gagnvart innlendum aðilum og einstaklingum og hætta að senda út reikninga fyrir árgjaldi léns áður en lén er endurnýjað – og hætta að stofna kröfur fyrir endurnýjun léns í íslenskum bönkum og færa innheimtu áskrifta alfarið yfir á debit- og kreditkort, PayPal, Appel Pay og Google Pay og aðrar svipaðar greiðslulausnir.

Ástæðan er að útgáfa reikninga og stofnun krafna, áður en ljóst er hvort lén verður endurnýjað, veldur því að bakfæra þarf þúsundir reikninga og fella niður þúsundir bankakrafna árlega, sem er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. ISNIC mun þess í stað senda greiðslukvittun við endurnýjun léns, en gefa út og senda aðeins reikninga á þá sem kjósa að fá reikning. Svona er þetta gert hjá lénaskráningarstofum úti í hinum stóra heimi og alþekkt fyrir hvers kyns áskriftir sem keyptar eru á netinu.

Ríflega 30% viðskiptamanna ISNIC eru búsettir utan Íslands og gagnvart þeim verður engin breyting, né heldur gagnvart þjónustuaðilum (hýsingarfyrirtækjum) og öðrum sem nota inneignarkerfið (ISNIC PP). Þeir fá eftir sem áður einn reikning fyrir úttektum í mánuðinum.

Gott væri að heyra álit viðskiptamanna á þessari fyrirætlan, en reiknað er með að breytingin taki gildi snemma á næsta ári (2023).

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin