23. des. 2022

23. des. 2022

Hátíðarkveðja

Starfsfólk ISNIC óskar viðskiptavinum sínum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með þökkum fyrir þau gömlu.

Skrifstofa ISNIC er lokuð á Þorláksdag en opnar aftur þriðjudaginn 27. desember.

Árið 2022 hefur verið félaginu hagfellt og er fjöldi nýskráðra léna kominn í 13.692 lén. Nokkuð hefur þó dregið úr „útflutningi“ á árinu (lén með erlent heimilisfang) á sama tíma og afskráningum hefur fjölgað. Nettófjölgun léna (nýskráð lén mínus eydd lén) hefur dregist saman í haust, sem annars vegar má rekja til mikillar óvissu í efnahagslífinu og hins vegar þess að ISNIC hefur aukið eftirlit með réttmæti lénaskráninga, sem hefur valdið aukningu í afskráningum nýskráðra léna á grundvelli ófullnægjandi upplýsinga um rétthafann.

Hátíðarkveðja.

Starfsfólk ISNIC