Einstaklingar geta nú greitt árgjald .is léna með greiðsluappinu Aur. Hægt er að greiða með Aur fyrir nýskráningar sem og endurnýjanir léna. Við viljum að gefnu tilefni þakka Kviku banka, eiganda og rekstraraðila Aur appsins, kærlega fyrir skjót viðbrögð og góða þjónustu.
Við hvetjum sem flesta til að nýta sér sjálfvirku greiðsluleiðirnar, Aur, kortagreiðslur og kröfugreiðslur fyrir endurnýjanir. Aðrar greiðslur, svo sem millifærslur og símgreiðslur, þarf að bóka handvirkt á skrifstofu ISNIC og því bókast slíkar greiðslur ekki utan opnunartíma skrifstofu. Lén ætti því ávalt að endurnýja vel fyrir lok gildistíma lénsins. Lokist lén, lokast samtímis á allar þjónustur sem hvíla á léninu s.s. tölvupóst og vefsíðu.
Bestu kveðjur, ISNIC