30. maí 2023

30. maí 2023

ISNIC hættir útsendingu reikninga með landpóstinum

ISNIC hefur ákveðið að hætta að prenta út og senda reikninga með landpóstinum. Þeir viðskiptavinir, (nokkur þúsund) sem valið hafa að fá senda reikninga með gamla laginu, ættu að ganga úr skugga um að netfang (email) greiðanda lénsins sé rétt skráð hjá ISNIC þannig að tryggt sé reikningurinn fyrir árgjaldi lénsins berist þeim og einnig að skrá farsímanúmer greiðandans hjá ISNIC svo mögulegt verði að senda aðvörun um lokun léns – td. v. greiðslufalls – með sms-i.

Fyrir ákvörðuninni eru nokkrar ástæður: 1. Burðargjaldið hefur hækkað mikið undanfarið og nemur nú kr. 290.- 2. Sífellt fleiri bréf eru endursend vegna rangs heimilisfangs. 3. Rafræn skeytamiðlun reikninga er orðin almenn og jafnvel krafa – t.d. hjá opinberum aðilum. 4. Og síðast en ekki síst umhverfisins vegna.

ISNIC biður þá sem treyst hafa á að fá reikninginn sendan með landpóstinum, velvirðingar. Þeir sem ekki nota greiðslukort fá eftir sem áður birta kröfu í heimabanka og reikninginn sendan með tölvupósti.

Útsendingu reikninga með landpóstinum verður alfarið hætt 1. júní 2023.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin