Innskráning í gagnagrunn ISNIC: Með NIC-auðkenninu er auðvelt að skrá sig inn í ISNIC-kerfið. Það er gert undir liðnum Innskráning (efst hér á forsíðunni) og Nic-auðkenni allra léna má skoða í Whois-leitarglugganum efst til hægri hér á forsíðunni. Smellið á Týnt lykilorð undir Innskráningu, ef lykilorðið er týnt og tröllum gefið. Eftir innskráningu er smellt á Mín síða, síðan á lénið (lénið blámað) og loks á Breyta, Flytja, Umskrá - allt eftir því hverju skal breyta.
Tengiliður rétthafa ræður öllu: Athugið sérstaklega að tengiliður rétthafa hefur full umráð yfir léninu. Hann einn getur ráðstafað (umskráð) léninu til annarra. Isnic-kerfið er einfaldara kerfi en margur heldur. Reynið bara!