29. ágú. 2023

29. ágú. 2023

Bilun hjá Rapyd greiðslumiðlun

Sumir viðskiptavinir hafa fengið villumeldingar við greiðslu á lénum með korti í gegnum vefinn í dag. Villan virðist aðeins eiga við um Mastercard að sögn Rapyd, sem vinna í þessum töluðum orðum að lagfæringu. Við minnum á að hægt er að endurnýja lén með því að greiða útsenda kröfu í heimabanka. Einnig er hægt að greiða með Aur í gegnum isnic.is.

Við vonum að Rapyd nái að laga villuna fljótt og örugglega og við biðjumst velvirðingar á þeim truflunum sem bilunin kann að valda.

Starfsfólk ISNIC

Uppfært 4. september: Lagfæring var gerð fimmtudaginn 1. september og eiga nú allar færslur með Mastercard að fara í gegn. Bilunin var í 3DS þjónustu Rapyd.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin