Frétt uppfærð 17.7. kl. 11:30. Viðgerð lokið. Yfirstandandi er villa hjá Rapyd, einni af greiðslumiðlunum ISNIC. Villan einskorðast við þá sem nota nýtt kort við greiðslu. Greiðslukort sem þegar eru geymd hjá Rapyd eru í lagi.
Nýskráningar léna og endurnýjanir sem greiddar eru í gegnum Rapyd með nýju korti geta því lent í villu við greiðslu.
Við erum að kanna málið með Rapyd og reynum að leysa úr því eins fljótt og auðið er.
Hægt er að greiða fyrir lén í gegnum PayPal og Aur, og með millifærslum auðvitað. Viðskiptamenn eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.