18. jún. 2008

18. jún. 2008

Punktur is í hópi þeirra bestu

NIC-fyrirtækin á norðurlöndunum (NIC = Network Information Center) komu saman í fjórða skiptið á NIC-Norden 17. júní sl. Í þetta sinn hýsti .fo (Færeyjar) fundinn, sem var haldinn á Hótel Hafnia í Þórshöfn. Á fundinum, sem þótti takast mjög vel, var í þetta sinn sérstaklega fjallað um öryggismál á Internetinu. Rótarlénin .fi (Finnland), .no Noregur, .se Svíþjóð, .fo Færeyjar, .dk (Danmörk) og .is eru öll meðal öruggustu og bestu rótarléna í heiminum. Samkvæmt McAfee-skýrslunni (júní 2008) er .is fjórða besta og öruggasta rótarlén í Evrópu hvað tæknilega DNS uppsetningu, efnisinnihald, almennt öryggi og ruslpóst varðar. Röðin í heildaryfirliti skýrslunnar er þessi: .fi, .no, .si (Slovenia), .is, .dk, .ie, .se þrátt fyrir stærð sína er 7. besta lén veraldar.

Verstu rótarlén heimsins eru skv. McAfee þessi: .info, .ro (Rúmenia), .ws (Samoa Eyjar (lénið fæst gefins), .hk (Hong Kong), .cn (Kína), .rus (Rússland), .cc (Cocos Eyjar) sem einnig fæst gefins. Öll þessi lén eru beinlínis varasöm fyrir notendur internetsins. Á óvart kemur hve illa hin vinsælu rótarlén; .net, .com, .biz og .org koma út úr samanburðinum með 2,32% til 21,95% villutíðni af skoðuðum tilfellum. Þetta veldur mönnum áhyggjum.

Til samanburðar er .is aðeins með 0,29% villutíðni af prófuðum lénum. Finnska rótarlénið, .fi, mældist með 0,05% villutíðni, lægst allra léna. Hins vegar má skoða mjög lága villutíðni .fi í því ljósi að erfitt er að fá skrá .fi léna og finnskt Internetsamfélag þykir ekki jafn langt á veg komið hvað almenna útbreiðslu Internetsins varðar og t.d. hið íslenska. Mjög lág "villutíðni" kann því að vera merki um litla internetnotkun almennt. Örri þróun, og mikilli fjölgun léna, fylgja óhjákvæmilega vaxtarverkir. Skýrslan sýnir að Evrópa (og þá Norðvestur-Evrópa sérstaklega) skarar framúr öðrum svæðum hvað öryggi á Internetinu áhrærir.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin